Hringborði Norðurslóða aflýst

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ávarpar gesti Arctic Circle, Hringborð …
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ávarpar gesti Arctic Circle, Hringborð Norðurslóða í Hörpu. mbl.is/Golli

Arctic Circle ráðstefnunni Hringborð Norðurslóða, sem fram átti að fara hér á landi í október, hefur verið frestað fram á næsta ár sökum kórónuveirufaraldursins. 

Þetta tilkynnti Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrum forseti Íslands og núverandi formaður Arctic Cirlce, á Twitter-síðu sinni. 

Hringborð Norðurslóða hefur verið haldið árlega hér á landi frá árinu 2013, en vanalega eru um 2.000 þátttakendur frá 60 löndum á ráðstefnunni. 

Áætlað er að Hringborð Norðurslóða fari fram dagana 14-17 október á næsta ári. 

mbl.is