Engin ný smit í 600 sýnum í Vestmannaeyjum

Horft í átt að Heimakletti. Alls eru fjórir í einangrun …
Horft í átt að Heimakletti. Alls eru fjórir í einangrun í Vestmannaeyjum og 78 í sóttkví. mbl.is/Ófeigur

Niðurstöður skimunar Íslenskrar erfðagreiningar í Vestmannaeyjum liggja fyrir og reyndust öll sýni sem voru tekin neikvæð. Staðan er því óbreytt í Vestmannaeyjum, þar sem fjórir einstaklingar eru í einangrun og 78 í sóttkví.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum.

Aðgerðastjórn þakkar starfsfólki Íslenskrar erfðagreiningar og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vestmannaeyjum fyrir skjót viðbrögð og vel unnin störf við skipulagðar skimanir en í heildina voru um 600 sýni tekin.

Þá er bæjarbúum einnig þakkað fyrir góða þátttöku og fyrir að hafa, allir sem einn, lagt sitt af mörkum í baráttunni við veiruna með því að gæta vel að eigin smitvörnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert