Vetraráætlun og nýtt skýli tekið í notkun

Nýtt strætóskýli verður tekið í notkun á sunnudag.
Nýtt strætóskýli verður tekið í notkun á sunnudag. mbl.is/Árni Sæberg

Vetraráætlun Strætó tekur gildi sunnudaginn 16. ágúst. Smávægilegar breytingar verða þá gerðar á nokkrum leiðum og ferðatíðni annarra aukin. Í tilkynningu frá Strætó eru breytingarnar útlistaðar:

Leiðir 18, 24 og 28 aka á ný með 15 mínútna tíðni á annatímum. Þessar leiðir hafa verið með 30 mínútna tíðni í sumar

Nýjar stoppistöðvar bætist við á leiðum 1, 3 og 6. Þær verða á Hringbraut við Læknagarð (sem áður nefndist LSH/Hringbraut) og við Hlíðarenda.

Leið 8 hefur akstur á ný, en hún ekur virka daga á milli Nauthóls og BSÍ.

Ný stoppistöð verður tekin í notkun á Geirsgötu en hana mun leið 14 nota á leið út á Granda. Biðstöðin hefur fengið nafnið Hafnarhús, eftir húsi Listasafns Reykjavíkur hinum megin götunnar. 

Smávægilegar breytingar verða gerðar á tímatöflu leiðar 21. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert