Brotist inn í bifreiðar og hótel í miðbænum

Lögregla hafði hendur í hári þeirra sem brotist höfðu inn …
Lögregla hafði hendur í hári þeirra sem brotist höfðu inn í bíla. mbl.is/Eggert

Rétt fyrir klukkan sex síðdegis í dag var lögreglu tilkynnt um tvo aðila sem þá voru að fara inn í bifreiðar í miðbænum. Hafði lögregla hendur í hári þeirra beggja, að því er fram kemur í tilkynningu.

Tilkynnt var sömuleiðis um innbrot á hótel í miðborginni.

Einnig greinir lögregla frá því að henni hafi verið tilkynnt um konu í annarlegu ástandi á skyndibitastað í miðbænum. Fullyrt er að lögreglumenn hafi komið henni til hjálpar og heim til sín.

mbl.is