Engin þörf á neyðarstigi almannavarna

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir ekki þörf á að lýsa …
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir ekki þörf á að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna þrátt fyrir hertar aðgerðir á landamærum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir í grein á Facebook-síðu sinni í dag að ekki sé tilefni til að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna, þrátt fyrir hertari aðgerðir á landamærum. Áslaug sagði svo í samtali við mbl.is í dag að ástandið þyrfti að vera töluvert svartara en það er núna svo að það yrði gert. Fleiri innanlandssmit þyrfti til og fleiri innlagnir á sjúkrahús.

„Það er metið reglulega af ríkislögreglustjóra og öðrum lögreglustjórum landsins hvort að þess þurfi að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Við auðvitað þekkjum betur viðbrögð okkar við veirunni núna en við gerðum þegar neyðarstigi almannavarna var lýst yfir í vor.“ Þetta sagði Áslaug Arna við blaðamann mbl.is þegar ráðherrar tóku við spurningum eftir blaðamannafund ríkistjórnar í dag.

Enn fremur segir ráðherra að staðan þurfi að vera dekkri en hún er núna svo að neyðarstigi alamannavarna verði lýst yfir. „Smit hér innanlands þarf að vera mun meira og innlagnir á spítala sömuleiðis.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýjar ráðstafanir í smitvörnum á landamærum …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýjar ráðstafanir í smitvörnum á landamærum á blaðamannafundi í Safnahúsinu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áslaug segir jafnframt í grein sinni í dag að hún voni að ráðstöfun stjórnvalda, um að skikka komufarþega á landamærum í tvöfalda skimun við kórónuveirunni, muni vara sem styst. Takmarkanir á ferðafrelsi fólks verði að gilda í eins skamman tíma og hægt er.

Ekki verður gengið lengra en þörf þykir

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, var á sömu línu í dag þegar blaðamaður mbl.is ræddi við hana. „Við miðum auðvitað við að ganga ekki lengra en þörf þykir á hverjum tíma.“ Þórdís vísar þar með til þeirra ráðstafana sem nú er verið að grípa til hvað skimun á landamærum varðar.

Allir farþegar sem koma til landsins þurfa frá og með 19. ágúst að fara í skimun við COVID-19. Því næst fara þeir í sóttkví í fjóra til sex daga áður en þeir fara svo í seinni skimun.

mbl.is