Pílum verður kastað í Austurbæjarbíói

Austurbæjarbíó
Austurbæjarbíó mbl.is/sisi

Hið sögufræga hús Austurbæjarbíó við Snorrabraut í Reykjavík fær á næstunni enn eitt hlutverkið. Byggingafulltrúi hefur heimilað eiganda hússins, MSG ehf., að innrétta þar pílukastsstað.

Staðurinn hefur fengið nafnið Bullseye Reykjavík sem vísar til heitis á miðju pílukastsspjaldsins. Hann verður opnaður fljótlega.

Fram kemur í umsókninni að hún sé tvíþætt. Annars vegar er sótt um breytingu á starfsemi úr sýningarhaldi í að verða pílukastsstaður með fábreyttum veitingum (skyndibita) í mat og drykk. Hins vegar er sótt um að opna eldhúsið á 2. hæð, sem á að þjóna pílukastsstaðnum.

Breytingar á húsnæðinu verða einungis á innréttingum í norðurhluta 1. og 2. hæðar. Innréttingar sem tilheyrðu sýningum verða fjarlægðar og settir upp barir á báðum hæðum. Leyfi er fyrir allt að 680 manns á 1. hæð auk 380 manns í forrými. Leyfi er fyrir 210 manns á 2. hæð. Gestir geta þó ekki orðið fleiri en 1.000 í einu í húsinu öllu.

Engin breyting verður á stóra salnum, þ.e. bíó- og tónleikasalnum, að því  er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert