Gríðarlegur munur á verðlagi

Bónus er í flestum tilfellum með lægsta verðið samkvæmt könnuninni.
Bónus er í flestum tilfellum með lægsta verðið samkvæmt könnuninni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ á matvöru sýnir gríðarlegan mun á verðlagi í þeim 14 verslunum sem skoðaðar voru. Í 42 tilfellum af 104 var yfir 100% munur á hæsta og lægsta verði, þar af var munurinn í 14 tilfellum yfir 160%. Í 50 tilfellum var munurinn 40 til 100%. 

Könnunin var gerð 8. september og náði bæði til lágvöruverðsverslana og minni verslana sem eru margar hverjar með lengri opnunartíma, auk verslana á landsbyggðinni sem eru hluti af stærri keðjum. Mikil hreyfing hefur verið á matvörumarkaði undanfarið. 

Verslunin 10-11 sker sig úr og er með hæsta verðið í langflestum tilfellum. Töluverður munur er á verðlagi í 10-11 og þeim verslunum sem næstar koma. 10-11 var með hæsta verðið í 73 tilfellum af 104, Samkaup Strax kom þar á eftir með hæsta verðið í 11 tilfellum og Krambúðin var með hæsta verðið í 9 tilfellum. 

Bónus var oftast með lægsta verðið í könnuninni, í 60 tilfellum af 104, Krónan næstoftast, í 13 tilfellum og loks Fjarðarkaup í 9 tilfellum. 

mbl.is