13 ný innanlandssmit: aðeins einn í sóttkví

Landspítali/Þorkell Þorkelsson

13 inn­an­lands­smit greind­ust í gær, 12 á sam­eig­in­legri deild sýkla- og veiru­fræðideild­ar Land­spít­al­ans og Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar (ÍE) en einn í annarri skimun ÍE. Aðeins einn þeirra sem greindust var í sótt­kví við grein­ingu. 

Einn hefur verið lagður inn á spítala, veikur af COVID-19, en um er að ræða eldri einstakling, að sögn sóttvarnalæknis.

Tvö virk smit greindust við landa­mæra­skimun. 

Sam­tals eru nú 437 í sótt­kví og 75 í einangrun. 2.118 eru í skimun­ar­sótt­kví.

582 sýni voru tek­in á sameiginlegri deild sýkla- og veiru­fræðideild­ar Land­spít­al­ans og ÍE í gær, 135 sýni í annarri skimun ÍE og 428 sýni á landa­mær­un­um.

mbl.is

Bloggað um fréttina