38 smit greindust í gær

Samtals greindust 38 innanlandssmit í gær.
Samtals greindust 38 innanlandssmit í gær. Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Samtals greindust 38 ný smit af Covid-19 innanlands í gær. Voru 36 þeirra greind hjá veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu, en tvö sýni voru greind í sóttkvíar- og handahófsskimunum. Þá er beðið eftir mótefnamælingu vegna eins smits sem greindist í landamæraskimun.

Samtals voru tekin 1.404 sýni innanlands í gær, auk 1.058 sýna á landamærum.

55% þeirra sem greindust í gær voru í sóttkví, eða 21 einstaklingur. 17 voru utan sóttkvíar.

Fjórtán daga nýgengi smita mælist nú 51,5 á hverja 100 þúsund íbúa. Þá eru 765 í sóttkví, 1.606 í skimunarsóttkví og 181 í einangrun. Tveir eru á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins, en það eru jafn margir og í gær. 

Flestir þeirra sem eru í einangrun eru á aldrinum 18-29 ára, eða tæplega helmingur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert