Ekki þörf á sóttkví hjá Crossfit Reykjavík

Frá keppninni Reykjavik Crossfit Championship sem var haldin í Laugardalshöll …
Frá keppninni Reykjavik Crossfit Championship sem var haldin í Laugardalshöll í fyrra. mbl.is/Hari

Einstaklingar sem sóttu æfingu á líkamsræktarstöðinni Crossfit Reykjavík í síðustu viku hafa greinst með Covid-19.

Þetta kemur fram í orðsendingu til iðkenda sem var send í gærkvöldi. 

Vegna sóttvarna á stöðinni þótti smitrakningarteymi ekki ástæða til að senda starfsfólk og iðkendur í sóttkví fyrir utan félaga sem áttu samskipti utan tíma.

Í orðsendingunni er fólk hvatt til að halda áfram að gæta vel að persónulegum sóttvörnum og fylgja sóttvarnareglunum vel sem lagt hefur verið upp með.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert