69% þurfa á neyðarfjármagni að halda

Fátt hefur verið um ferðamenn á árinu.
Fátt hefur verið um ferðamenn á árinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

69% ferðaþjónustuaðila sem tók þátt í könnun á vegum Íslenska ferðaklasans um viðbrögð og aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins telja sig þurfa á einhvers konar neyðarfjármagni eða skammtímafjármögnun að halda.

Stærstur hluti þeirra, eða 42,8%, taldi aukið fjármagn þurfa til næstu 6 til 12 mánaða. 14,29% taldi fjármagnið þurfa til tveggja ára eða lengur.

Þriðjungur þeirra 56 fyrirtækja sem þátt tók í spurningakönnuninni kvaðst hafa lokað starfsemi sinni tímabundið, eða í 1 til 6 mánuði, en aðeins 3,57% lokuðu starfsemi sinni alfarið. Flestir virðast hins vegar bjartsýnir um framtíð íslenskrar ferðaþjónustu og sáu fram á góða starfsemi árið 2024.

mbl.is