Lengi að sjá stað og stund fyrir skimun

Fólk í biðröð eftir skimun við Suðurlandsbraut fyrir mánuði síðan.
Fólk í biðröð eftir skimun við Suðurlandsbraut fyrir mánuði síðan. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Embætti landlæknis hefur heyrt af kvörtunum um að upplýsingar um skimun komi ekki nógu áberandi fram í skilaboðum til fólks og á vefsíðunni heilsuveru.is  

„Við höfum heyrt af þessu og það er verið að leysa þetta,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, í svari við fyrirspurn mbl.is.

Neðarlega í póstinum

Þeir sem hafa fengið boð um að fara í skimun hafa fengið smáskilaboð um að þeir hafi verið boðaðir ásamt strikamerki sem nota skal við skimunina. Ekkert kemur fram um hvert þeir eiga að fara í skimun og hvenær. Vísað er í frekari upplýsingar á heilsuveru.is. Þar kemur ekki fram hvar fólk á að mæta í skimun og klukkan hvað fyrr en mjög neðarlega í póstinum, sem skýtur nokkuð skökku við.

Heilbrigðisstarfsfólk vinnur við skimun.
Heilbrigðisstarfsfólk vinnur við skimun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Aldrei hægt að segja 100%“

Ekkert kemur heldur fram um hvar einstaklingurinn gæti hafa smitast. Aðspurður segir Kjartan Hreinn að fólk ætti að fá nokkuð góða hugmynd um hvar það hafi mögulega smitast í gegnum samskipti við smitrakningarteymið. Hann tekur þó fram: „Við erum svakalega góð í að rekja smitin og átta okkur á því gróflega hvar fólk var þegar það smitaðist en í svona fræðum eins og með kórónuveiruna er aldrei hægt að segja 100% hvar einhver smitaðist,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert