Veiran dekkir horfurnar

Það greinir kórónuveirukreppuna frá kreppunum 1988-95 og 2008 að kaupmáttur launa hefur haldist. Hins vegar er hagkerfið ekki talið standa undir því til lengdar, án þess að til komi ný verðmætasköpun.

Kreppurnar voru bornar saman í skýrslu kjaratölfræðinefndar. Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, tekur undir með nefndinni að renna þurfi fjölbreyttari stoðum undir gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins. „Við höfum tiltölulega skamman tíma og við þurfum að gera þetta strax,“ segir Ingólfur.

Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag segir Henný Hinz, fyrrverandi deildarstjóri hagdeildar ASÍ, að þótt kaupmáttur reglulegra launa sé að aukast horfi margir fram á minni tekjur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert