70 í sóttkví á Hornafirði

Grunnskóla Hornafjarðar var lokað í dag og mun hann einnig …
Grunnskóla Hornafjarðar var lokað í dag og mun hann einnig vera lokaður á morgun þar sem sótthreinsun mun fara fram. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls munu 70 manns þurfa að fara í sóttkví vegna kórónuveirusmits hjá starfsmanni grunnskólans á Hornafirði. Þar af eru 34 nemendur á unglingastigi og 36 starfsmenn skólans. Skólanum var lokað í dag og mun hann einnig vera lokaður á morgun þar sem sótthreinsun mun fara fram.

Reynt verður að halda uppi kennslu fyrir yngri nemendur skólans eftir helgi og munu foreldrar barna við skólann upplýstir um það nánar þegar nær dregur. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef skólans.

mbl.is