Sætaskylda á öllum vínveitingastöðum

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur staðfest tillögur sóttvarnalæknis. Tímabundinni lokun skemmtistaða …
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur staðfest tillögur sóttvarnalæknis. Tímabundinni lokun skemmtistaða lýkur á mánudaginn, en komið er á sætaskyldu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis sem felur í sér sætaskyldu á öllum vínveitingastöðum. Með því þurfa staðirnir að hafa sæti fyrir alla gesti sína og tryggja að gestir séu að jafnaði í sætum, eins og almennt tíðkast á veiting- og kaffihúsum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.

Frá sama tíma er aflétt tímabundinni lokun kráa og skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu.

Aðrar samkomutakmarkanir eru samhliða þessu framlengdar óbreyttar í þrjár vikur, eða til og með 18. október.

Þá eru einnig gefin út tilmæli um loftgæði og að hávaða sé stillt í hóf. Þar kemur meðal annars fram að hávær tónlist ýti undir að fólk tali hátt, sem auki hætti á dropasmiti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert