Um 90 nemendur Snælandsskóla í sóttkví

Smit er komið upp í Snælandsskóla.
Smit er komið upp í Snælandsskóla. mbl.is/Árni Torfason

Um 90 nemendur í Snælandsskóla hafa verið settir sóttkví eftir að smit kom upp í tveimur árgöngum skólans. Til viðbótar eru 10 starfsmenn skólans komnir í sóttkví sem höfðu samskipti við nemendur árganganna á þriðjudag.

Magnea Einarsdóttir, skólastjóri skólans, segir í samtali við mbl.is að verið sé að safna upplýsingum fyrir smitrakningarteymið vegna málsins en um er að ræða 4. og 6. árgang skólans. Nú þarf að sótthreinsa þær stofur sem nemendurnir voru í.

„Að öðru leyti heldur skólastarfið bara áfram," segir Magnea en hún segir foreldra hafa tekið fréttunum, sem sendar voru á þá gær, með jafnaðargeði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert