Heildarkostnaður 80 milljarðar

Gert er ráð fyrir að uppsteypa meðferðarkjarna taki 33 mánuði.
Gert er ráð fyrir að uppsteypa meðferðarkjarna taki 33 mánuði. Ljósmynd/NLSH

„Heildarkostnaður við nýbyggingu meðferðarkjarnans er um 55 milljarðar króna, án framtíðarverðlagsþróunar, og er heildarkostnaður við þær fjórar nýbyggingar sem NLSH ohf. hefur verið að vinna að auk gatna- og lóðagerðar um 80 milljarðar króna á vísitölu mánaðarins.“

Þetta segir Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf., NLSH, í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins um kostnað við Hringbrautarverkefnið.

Spurður um áætlanir um kostnað við þetta stóra verkefni segir Gunnar að óvissa í kostnaðaráætlun sé mismunandi eftir framkvæmdaáföngum og ráðist að hluta til af því hversu langt á veg hönnun sé komin í hverjum áfanga. Tilboðsverk í útboðum nýs Landspítala hafi jafnan verið undir kostnaðaráætlun, „en rétt að ítreka að það eru mjög sérstakir tímar á mörkuðum og atvinnulífið stendur frammi fyrir stórri áskorun um framvindu verkefna á tímum mikilvægra sóttvarnareglna“, segir hann í  umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nýsamþykkt tilboð Eyktar í uppsteypu á meðferðarkjarnanum er 82% af kostnaðaráætlun. Gunnar segir verð Eyktar vissulega til þess fallið að gera megi ráð fyrir á annan milljarð króna lægri kostnaði en áætlað var.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »