Ökumenn hneykslaðir á afskiptum lögreglu

Ljósmynd/Lögreglan

Síðdegis í dag, þriðjudag, voru sex ökumenn kærðir fyrir að aka götu í Álandi í Bústaðahverfi í Reykjavík þar sem akstur er bannaður nema sjúkrabifreiðum.

„Ökumenn voru hneykslaðir á afskiptum lögreglu og að þessi gata væri lokuð með þessum hætti. Ökumenn játuðu þó brot sín og vitneskju sína um að þessi gata væri lokuð almenni umferð og hver tilgangur hennar væri. Íbúar og fjöldi gangandi vegfarenda hrósuðu lögreglu fyrir framtakið um að stöðva háttalag sem þetta,“ segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Þar kemur einnig fram að lögregla hafi haft eftirlit með merkingum á framkvæmdasvæðum þar sem vegavinna fer fram. Merkingar voru ekki í lagi á þeim stöðum sem skoðaðir voru.

„Lögregla vill því hvetja verktaka og eftirlitsmenn með þeim verkum sem er í gangi á/í götum borgarinnar að gæta þess vel að merkingar séu í lagi. Ástæðan að lögregla vill brýna þetta fyrir verktökum er að gæta að hag starfsmanna sinna sem eru að vinna á framkvæmdasvæðinu sem og öðrum vegfarendum hvort sem það eru gangandi vegfarendur eða á vélknúnum ökutækjum. Vel varið og merkt vinnusvæði er öllum til hagsbóta,“ segir í dagbókinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert