260 mál skráð sem varða réttindabrot

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heildarupphæð launakrafna sem stéttarfélagið Efling hefur lagt fram fyrir sína félagsmenn hefur vaxið um 40% á ári síðustu fimm ár. Kröfurnar endurspegla, að mati Eflingar, „raunveruleg brot á réttindum félagsmanna, ekki mistök í launabókhaldi“.

Formaður Eflingar og aðstoðarsviðsstjóri kjaramálasviðs félagsins segja að framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hafi gert lítið úr þessum staðreyndum í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Það þykir þeim sorglegt.

„Fyrir fólk á lægstu launum er launaþjófnaður ekki aðeins sár niðurlæging heldur efnahagslegt stórtjón. Meðalupphæð launakröfu sem Efling setti í innheimtu árið 2019 er yfir hálf milljón. Það segir sig sjálft hvað slík upphæð þýðir fyrir láglaunamanneskju,“ segir í aðsendri grein Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Ingólfs B. Jónssonar, aðstoðarsviðsstjóra kjaramálasviðs félagsins.

Þau segja að launaþjófnaður á íslenskum vinnumarkaði sé í veldisvexti, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert