Sífellt meiri áhugi á léttbjórum

Hilmar Geirsson segir að sífellt fleiri kjósi léttan bjór sem …
Hilmar Geirsson segir að sífellt fleiri kjósi léttan bjór sem passi heilsusamlegum lífsstíl.

„Fólk er í auknum mæli farið að leita í heilsusamlegri kosti. Það á ekki bara við um bjóra en við finnum klárlega fyrir því,“ segir Hilmar Geirsson, vörumerkjastjóri hjá Víking Brugghúsi.

Sífellt fleiri láta sig heilsuna varða í dag, regluleg hreyfing og hollt mataræði eru flestum mikilvæg. Þessi viðhorf lita einnig val fólks þegar kemur að því að gera vel við sig, að leyfa sér eitthvað. Þannig hafa bæði léttir bjórar, svonefndir lite-bjórar, og áfengislausir bjórar notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár.

Heilsufarsbylting síðustu ár

„Við höfum orðið vör við það að stemningin fyrir léttari valkostum í bjór er alltaf að aukast og langaði að þróa bjór sem væri léttari en flestir aðrir bjórar á markaðnum,“ segir Hilmar en Víking hefur sett á markað nýjan íslenskan bjór sem einmitt er hugsaður fyrir fólk sem kýs sér léttari lífsstíl. Nýi bjórinn kallast Boom Ultra Lite og inniheldur einungis 83 hitaeiningar í lítilli dós sem mun vera 44% minna en í hefðbundnum lagerbjórum. Áfengisprósentan er aðeins 3,8%.

„Það hefur verið ákveðin heilsufarsbylting í gangi síðustu ár, fólk er meðvitaðra og kröfuharðara varðandi hvað það lætur ofan í sig. Við höfum fengið fyrispurnir varðandi léttari bjóra úr mörgum áttum og höfum líka séð þessa þróun hér innanhúss þar sem starfar fólk með ólíkan lífsstíl. Sumir eru á kafi í heilsurækt á meðan aðrir vilja einfaldlega fá minna fitandi bjór til að drekka yfir boltanum á laugardögum,“ segir Hilmar.

Bandaríkjamenn velja lite-bjóra

Hin aukna eftirspurn eftir léttari bjórum einskorðist ekki við íslenska markaðinn að sögn Hilmars. „Bandaríkin eru í dag leiðandi í craftbjóramenningu í heiminum en það vill samt stundum gleymast að þar eru vinsælustu bjórarnir flestir lite-bjórar. Fimm af átta vinsælustu bjórvörumerkjunum í Bandaríkjunum skilgreina sig sem lite-bjór. Ástæðurnar fyrir því að fólk kýs léttari bjóra geta verið ólíkar en við trúum því einfaldlega að skemmtilegt fólk vilji drekka skemmtilegan bjór. Boom Ultra Lite er ætlað að svara þessu kalli neytenda um léttari bjór og við viljum meina að þetta sé léttasti alvöru lite-bjórinn í ríkinu,“ segir Hilmar og bætir við að bjórinn verði fyrst um sinn aðeins fáanlegur í fjórum verslunum ÁTVR: Heiðrúnu, Skútuvogi, Dalvegi og í Kringlunni.

mbl.is