Crossfitleikarnir í beinni

Tia-Clair Toomey hefur forustu eftir fyrsta dag leikanna.
Tia-Clair Toomey hefur forustu eftir fyrsta dag leikanna. Ljósmynd/CrossFit Inc.

Annar dagur crossfitheimsleikanna fer fram í Kaliforníu í kvöld. Útsendingin hefst klukkan 16:55 að íslenskum tíma, en hægt verður að fylgjast með leikunum hér og að neðan.

Katrín Tanja Davíðsdóttir er í þriðja sæti eftir fyrsta dag leikanna, en hún er eini Íslendingurinn sem keppir til úrslita á leikunum í ár. Ástralinn Tia-Clair Toomey hefur forustu í kvennaflokki og hin 19 ára Haley Adams situr í öðru sæti.

Í karlaflokki er Bandaríkjamaðurinn Mathew Fraser með mikla forustu, en landar hans Justin Medeiros og Noah Ohlsen eru í öðru og þriðja sæti.mbl.is