Líkamsárás, hótanir, ofbeldi og fíkniefni

Lögreglan handtók mann í Garðabænum á fjórða tímanum í nótt fyrir líkamsárás, hótanir, ofbeldi gegn opinberum starfsmanni, vörslu fíkniefna og fleiri brot.  Maðurinn er vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.   

Síðdegis í gær handtók lögreglan mann í Kópavoginum sem er grunaður  um hótanir og brot á vopnalögum.  Maðurinn er vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Um kvöldmatarleytið var maður handtekinn fyrir framleiðslu og vörslu fíkniefna í Hafnarfirðinum. Hann er vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Einn gistir fangageymslur þar sem hann gat ekki gert grein fyrir sér sökum ástands þegar hann var handtekinn ofurölvi í Fella- og Hólahverfi um tíuleytið í gærkvöldi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert