Útköll vegna óveðurs

Myndir frá Siglufirði.
Myndir frá Siglufirði. Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg

Eftir hádegi í dag hefur björgunarsveitum borist tilkynningar vegna óveðurs. Björgunarsveit á Siglufirði hefur sinnt nokkrum verkefnum í dag vegna veðurs. Á Norðurlandi er hvasst og rigning og verkefnin sem um ræðir eru aðallega vegna foks á þakklæðningum og lausamunum. Einnig þurfti að fergja þak sem hafði fokið af vinnuskúr.

Þetta kemur fram tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. 

Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg

Um klukkan hálf þrjú var óskað eftir aðstoð björgunarsveita á Suðurnesjum þegar tveir bátar losnuðu upp í Njarðvíkurhöfn og ráku upp í grjótgarð. Björgunarsveitarfólk og aðrir viðbragðsaðilar eru nú staddir á vettvangi, að því er segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert