Varað við hvassviðri

Kort/Veðurstofa Íslands

All hvass vindur er víða og vindstrengir í Öræfum og undir Eyjafjöllum með hviðum að 35-40 m/s, en 30-35 m/s á sunnanverðu Snæfellsnesi. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar en líkt og fram kom á mbl.is í morgun eru gular viðvaranir í gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi. 

Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir að einnig sé hviðuótt á Steingrímsfjarðarheiði og heiðum frá Tröllskaga austur á firði með blautum snjó. Blint geti verið á þessum slóðum en vind lægi í nótt.

Hálkublettir eru á nokkrum fjallvegum á Vestfjörðum og á Norðaustur- og Austurlandi en að öðru leyti er færð góð um allt land. 

mbl.is