Risahús að rísa í Vetrarmýrinni

Risahúsið rís í Vetrarmýrinni
Risahúsið rís í Vetrarmýrinni mbl.is/sisi

Vinna við að reisa stálgrind nýja fjölnota íþróttahússins í Vetrarmýri í Garðabæ er komin af stað og núna sést vel hve stórt nýja húsið verður. Húsið verður skammt frá golfvellinum.

Í húsinu verður rými fyrir knattspyrnuvöll í fullri stærð, auk upphitunaraðstöðu og tilheyrandi stoðrýma. Stærð íþróttasalarins verður um 80 x 120 metrar og flatarmál hússins alls verður um 18.200 fermetrar. Það mun bjóða upp á frábæra aðstöðu fyrir íþróttafólk á öllum aldri.

Garðabær byggir húsið og áætlar að stálgrind íþróttasalarins verði risin fyrir áramót og að búið verði að ljúka klæðningu veggja salarins og að steypa upp veggi stoðbygginga í mars nk. ÍAV á að skila verkinu af sér fyrir lok næsta árs, 2021.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »