Sex hundar drápust í eldsvoðanum

Lögreglan á vettvangi í gær.
Lögreglan á vettvangi í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sex hundar drápust í eldsvoðanum sem varð á neðri hæð íbúðarhúss í Arakór í Kópavogi í gær. Fjórir til viðbótar voru fluttir til aðhlynningar á dýraspítala.

Aðspurður segist Heimir Ríkharðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, ekki hafa upplýsingar um líðan hundanna fjögurra. Líklegt er að hinir hundarnir sex hafi drepist úr reykeitrun. Hundaræktun hefur verið starfrækt í íbúðinni.

Það voru íbúar á efri hæð hússins sem urðu varir við mikinn reyk í gær en enginn var heima niðri. Slökkviliðið var í kjölfarið sent á staðinn.

Að sögn Heimis er tæknideild lögreglunnar að vinna í því að rannsaka eldsupptök en ekkert er ljóst um þau að svo stöddu.

Uppfært kl. 12.55

Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að talið er eldurinn hafi kviknað út frá rafmagnstæki. 

Eldurinn kviknaði á neðri hæðinni .
Eldurinn kviknaði á neðri hæðinni . mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert