Umferð hleypt á veginn í byrjun desember

Í sumar hafa staðið yfir framkvæmdir við tvöföldun Suðurlandsvegar frá Vesturlandsvegi og suður fyrir Bæjarháls, til móts við Hádegismóa. Um er að ræða 1.000 metra kafla þar sem áður var einbreiður vegur.

Áætlað var að framkvæmdum lyki 1. nóvember, þ.e. um næstu helgi. Vinna við undirgöng við Krókháls reyndist tímafrekari en áætlað hafði verið og nú stefnir Vegagerðin að því að hleypa umferð á veginn í byrjun desember.

Vinna við tvöföldunina hófst í byrjun júní. Vegagerðin samdi við Ósatak ehf. í Kópavogi um að vinna verkið en fyrirtækið átti lægsta tilboðið, 402 milljónir króna.

sisi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »