Áhersla á rannsóknir á fuglalífi

Víða eru umræður um mikilvægi endurnýjanlegrar raforku og um leið …
Víða eru umræður um mikilvægi endurnýjanlegrar raforku og um leið áhrif vindmylla á umhverfið. Þessi vindorkugarður er í Bretaníuhéraði í vesturhluta Frakklands. AFP

Melrakkaslétta er skilgreind sem mikilvægt fuglasvæði. Í umhverfismati fyrir stóran vindorkugarð Qair Iceland ehf. þar er því sérstök áhersla lögð á að safna gögnum um fuglalíf með það að markmiði að forðast eða draga úr áhrifum vindmyllanna á fugla.

Qair Iceland ehf. er dótturfyrirtæki franska fyrirtækisins Qair SA (áður Quadran) sem sérhæfir sig í þróun, fjármögnun, byggingu og rekstri endurnýjanlegra raforkuvera um allan heim. Íslenska félagið er með mikil áform um virkjun vindorku á Íslandi og tilkynnti níu þannig verkefni til umfjöllunar hjá verkefnisstjórn fjórða áfanga rammaáætlunar.

Að sögn Tryggva Þórs Herbertssonar framkvæmdastjóra er vindorkugarður á Sólheimum í Dölum lengst kominn og væntanlega hægt að hefja framkvæmdir vorið 2022, að því gefnu að leyfi fáist.

Nú er verið að vinna að umhverfismati fyrir tvö vindorkuver, í Meðallandi og að Hnotasteini á Hólaheiði. Þessi þrjú áform um vindorkuver eru samtals 475 megavött að stærð, nærri tvöfalt uppsett afl Búrfellsstöðvar. Verkefnið á Hólaheiði er það stærsta sem Qair Iceland ehf. er með á prjónunum, 190 til 200 MW sem slagar upp í uppsett afl Hrauneyjafossstöðvar Landsvirkjunar, að því er fram kemur í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert