„Erum að senda Íslending úr landi“

Katrín Jakobsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson.
Katrín Jakobsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson. Samsett mynd

Við erum að senda Íslending úr landi, einstakling sem fæddist hér og hefur aldrei verið annars staðar en hér, en lögin okkar líta ekki þannig á málið,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á Alþingi. 

Rúmlega 18 þúsund manns hafa tekið þátt í und­ir­skrifta­söfn­un þar sem kraf­ist er að sene­gölsk fjöl­skylda sem hef­ur búið hér­lend­is í tæp sjö ár fái dval­ar­leyfi. Um er að ræða foreldra og tvær dætur, sex og þriggja ára, en báðar eru þær fæddar hér á landi.

Helgi Hrafn spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hvort hún muni beita sér fyrir því í ríkisstjórn að umbætur verði gerðar á útlendingalögum.

„Þannig að þegar einstaklingur fæðist á Íslandi, elst upp á Íslandi og er sex ára Íslendingur og við ætlum að senda hann úr landi, þá séu lögin skilningsríkari en svo að aðrir hæstvirtir dómsmálaráðherrar komi hingað upp og láti eins og það sé bara fullkomlega eðlilegt,“ sagði Helgi Hrafn.

Forsætisráðherra sagði að undanfarin ár hefðu stjórnvöld beitt sér fyrir því að stytta fresti sem stofnanir hefðu til að taka á málum. Hún sagði að breytingar á útlendingalögum, frá árinu 2016, hefðu verið mikið framfaraskref. 

Katrín nefndi enn fremur að umsóknir 368 einstaklinga hefðu verið samþykktar í ár; eða um 60% þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert