Hestamenn mótmæla ákvörðun borgarráðs

Hestamenn eru ekki sáttir með ákvörðun meirihluta borgarráðs.
Hestamenn eru ekki sáttir með ákvörðun meirihluta borgarráðs. mbl.is/Árni Sæberg

Félag hesthúseigenda í Víðidal og hestmannafélagið Fákur mótmæla því að borgarráð hafi hafnað beiðni um 50 ára lóðarleigusamninga undir hesthús félagsmanna með ákvæðum um að borgarsjóður greiði leigutaka sannvirði húsanna að leigutíma loknum, að því er fram kemur sameiginlegri ályktun félaganna.

Borgarráð samþykkti hins vegar, með fjórum atkvæðum gegn þremur, að lóðarleigusamningar í Víðidal skyldu áfram gerðir til 25 ára og húseigandi skyldi á sinn kostnað fjarlægja hesthúsið og skila þannig lóðinni til borgarinnar að leigutíma loknum.

„Þessir úreltu lóðarleigusamningar standa enn fremur í vegi fyrir endurnýjun í hestamennskunni, að ungt fólk vilji leggja í þá fjárfestingu sem bygging hesthúss er. Það er ótrúlegt að árið 2020 sé hesthúseigendum boðið upp á það að fjarlægja hesthús á sinn kostnað að loknum 25 ára leigutíma,“ segir í ályktun félaganna tveggja.

Ágreiningur hefur verið um málið um langt skeið, en önnur hús á Fákssvæðinu, þ.e. Faxaból, Reiðhöllin, Dýraspítalinn og Almannadalur ásamt öðrum hesthúsum á höfuðborgarsvæðinu hafa samninga með ákvæðum þeim sem hesthúseigendur í Víðidal vilja nú innleiða í lóðarleigusamninga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert