„Skorum á hann að gefa sig fram“

Ævar Annel Valgarðsson.
Ævar Annel Valgarðsson. Ljósmynd/Lögreglan

„Við erum ekki búnir að ná tali af honum. Við skorum á hann að gefa sig fram við lögreglu þar sem við þurfum að ræða við hann,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirs­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, um Ævar Annel Valgarðsson.

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu lýsti eftir Ævari í gær. Talið er að hann hafi tengsl við óhugnanleg ofbeldismyndbönd sem birst hafa í vikunni. Myndböndin tengjast ýmist ofbeldi eða tilraunum til íkveikju með bensínsprengjum. 

Ævar er 174 sm á hæð, grann­vax­inn og með dökkt hár. Þeir sem geta gefið upp­lýs­ing­ar um ferðir Ævars, eða vita hvar hann er niður­kom­inn, eru vin­sam­leg­ast beðnir um að hafa taf­ar­laust sam­band við lög­regl­una í síma 112. 

mbl.is