„Víða kaldi eða stinningskaldi“

Veturinn hefur heilsað landsmönnum með sínu kalda veðri.
Veturinn hefur heilsað landsmönnum með sínu kalda veðri. mbl.is/Eggert

Norðaustanátt er á landinu í dag og „víða kaldi eða stinningskaldi“, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Þá verður léttskýjað vestan til á landinu, en dálítil snjókoma austanlands þegar líður á daginn. Frost verður yfirleitt 0 til 8 stig, en það hlánar við suðaustur- og austurströndina.

Á morgun verður vindur norðlægari, skýjað og lítilsháttar snjókoma á Norður- og Austurlandi. Hiti verður um eða undir frostmarki.

Spár gera ráð fyrir hægum vindi á miðvikudag, björtu veðri en köldu. Þá er því spáð að þykkna muni upp vestanlands með vaxandi suðaustanátt síðdegis. Um kvöldið er búist við suðaustan hvassviðri eða stormi með slyddu eða rigningu um landið vestanvert.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert