2.900 smit úr þremur hópsýkingum

Frá skimun Íslenskrar erfðagreiningar.
Frá skimun Íslenskrar erfðagreiningar. mbl.is/Snorri Másson

Þriðjung þeirra 2.900 smita sem greinst hafa í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins má rekja til þriggja hópsýkinga á höfuðborgarsvæðinu. 420 smitanna hafa verið rakin beint eða óbeint til Hnefaleikafélags Kópavogs. Þar kom upp hópsýking í byrjun október. 

Þetta kemur fram í svari Jóhanns K. Jóhannssonar, samskiptastjóra almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, við fyrirspurn Vísis.

Um 350 smit má rekja beint eða óbeint til hópsýkingar sem kom upp í miðbæ Reykjavíkur föstudaginn 11. september. Hópsýkingin tengist skemmtistöðunum Irishman Pub og Brewdog. 

Þá má rekja um 200 smit til hópsýkingar sem kom upp á Landakoti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert