Skemmtu sér á svelli í sóttvarnahólfum

Börn og foreldrar skemmtu sér konunglega á svellinu þegar ljósmyndari …
Börn og foreldrar skemmtu sér konunglega á svellinu þegar ljósmyndari mbl.is leit við. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Novasvellið á Ingólfstorgi var opnað fyrir almenningi á hádegi í dag. Svellinu er skipt upp í tvö svæði og er talið inn á hvort svæði fyrir sig. Auk þess verða allar reglur um sóttvarnir í hávegum hafðar, samkvæmt tilkynningu frá Nova, allur búnaður og snertifletir sprittaðir og nóg af spritti á svæðinu fyrir gesti.

mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

„Undanfarin ár hafa um 20 þúsund manns skautað á Novasvellinu en það er þó ljóst að mun færri munu eiga kost á því að nýta þetta tækifæri en hægt er að bóka tíma á nova.is og Nova appinu. Haldið verður í hefðirnar og gestum gefst kostur á að njóta stemningarinnar á svæðinu og gæða sér á heitu kakói og kleinum, hvort sem fólk reimar á sig skautana eða ekki,“ segir í fyrrnefndri tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert