Talið að bólusetning sé örugg

Ef allt fer eins og best verður á kosið er …
Ef allt fer eins og best verður á kosið er hægt að hefja bólusetningar við Covid-19 hér á landi í byrjun árs. AFP

„Ég mun ráðleggja öllum mínum skjólstæðingum og kollegum að láta bólusetja sig ef lokauppgjörið úr þriðja fasa prófana verður í lagi. Ef svo er þá er ekkert annað að gera en að byrja að bólusetja.“

Þetta segir Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans og prófessor í ónæmisfræði við læknadeild HÍ, um bóluefni gegn kórónuveirunni.

„Það er skiljanlegt að fólk hafi áhyggjur þegar verið er að þróa mikilvæg lyf eins og bóluefni á svo undraskömmum tíma,“ segir Björn Rúnar. Hann segir niðurstöður úr forrannsóknum og seinni rannsóknum liggja fyrir. „Það er búið að bólusetja nálægt 100 þúsund manns með einu af þessum þremur bóluefnum sem mest er talað um. Enn sem komið er hafa engar alvarlegar aukaverkanir komið í ljós. Það er mjög hughreystandi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert