Nokkur minni háttar útköll vegna veðurs

Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út í minni háttar verkefni í …
Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út í minni háttar verkefni í kvöld. Ljósmynd/Eggert Jóhannesson

Nokkur minniháttar útköll hafa verið í dag hjá björgunarsveitum landsins vegna veðurs. 

Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út alla vega tvisvar í dag til að sinna minni háttar verkefnum sem tengjast óveðri dagsins. 

Þakplötur losnuðu á þaki húss suður með sjó í Vogum á Vatnsleysuströnd. Þá lenti bíll í vandræðum vegna veðurs vestur á fjörðum. 

Að öðru leyti hefur dagurinn og kvöldið verið rólegt hjá viðbragðsaðilum. 

Samkvæmt Vegagerðinni er vetrarfærð víða um land. 

mbl.is