Gjaldskráin hækkar um 25-33%

Herjólfur sigldi ekki í gær vegna þess að hvorki var …
Herjólfur sigldi ekki í gær vegna þess að hvorki var fært í Landeyja-höfn né til Þorlákshafnar. Reiknað var með siglingu til Þorlákshafnar í dag. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Verðskrá Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs hækkar um 25-33% nú um mánaðamótin. Fráfarandi framkvæmdastjóri félagsins segir að búið sé að ráða þann fjölda starfsmanna sem þörf er á og verði órofin þjónusta ferjunnar. Raunar sigldi skipið ekki í gær en það var vegna óhagstæðs veðurs.

Öllu starfsfólki Herjólfs var sagt upp störfum í haust vegna endurskipulagningar reksturs og endurskoðunar samninga við Vegagerðina um reksturinn. Tóku uppsagnirnar gildi 30. nóvember. Stjórn félagsins hefur að mestu lokið við gerð nýs þjónustusamnings til næstu þriggja ára. Áfram er gert ráð fyrir 6-7 ferðum á dag.

Guðbjartur Ellert Jónsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., segir að búið sé að ráða þann mannskap sem þörf verði á til reksturs fyrirtækisins í vetur. Eru það nokkuð færri starfsmenn en voru hjá félaginu enda bendir hann á að kröfur um mönnun farþegaferja taki mið af fjölda farþega hverju sinni. Ekki sé útlit fyrir marga farþega í vetur en vonandi rætist úr því í vor og þá verði væntanlega ráðnir fleiri starfsmenn.

Stjórn félagsins hefur unnið að gerð rekstraráætlunar fyrir næstu þrjú ár og tilkynnti hækkun verðskrár í tengslum við þá vinnu og samninga við ríkið. Hækkunin er 25% á farmiða fyrir farþega en 30-33% fyrir bíla, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert