Allt að 20 stiga frost

Kort/Veðurstofa Íslands

Nú þegar norðanáttin er farin að gefa eftir nær kalda loftið yfir landinu að komast niður að yfirborðinu en kaldasti tíminn verður þó ekki fyrr en í fyrramálið.

„Lægstu tölurnar verða líklega inn til landsins og þá einna helst á Norðurlandi og kæmi ekki á óvart að sjá mæla skríða undir 20 stigin. Nær ströndinni ætti hitastigið að vera 3 til 7 stig og jafnvel gæti hitinn komist upp að frostmarki í Vestmannaeyjum. Til sunnudags dregur úr frosti um landið vestanvert en áfram verður kalt fyrir austan,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Veðurspá fyrir næstu daga

Norðan 13-23 m/s, hvassast A-til en hvassara í vindstrengjum sunnan Vatnajökuls. Snjókoma, él eða skafrenningur NA- og A-lands en annars úrkomulaust að kalla. Dregur úr vindi og léttir til, fyrst V-til og kólnar í veðri. Norðlæg átt, víða 5-13 m/s í kvöld og stöku él fyrir austan en bjartviðri í öðrum landshlutum. Frost 2 til 14 stig, mildast við SA-ströndina, en kaldast inn til landsins fyrir norðan.

Breytileg átt 3-8 og léttskýjað á morgun, en líkur á éljum við SV-ströndina síðdegis. Frost 10 til 20 stig, en mildara við S- og SV-ströndina.

Á laugardag:
Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða bjartviðri, en dálítil él við SV-ströndina. Frost 4 til 18 stig, minnst syðst.

Á sunnudag:
Austlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og dálítil él við S- og V-ströndina, en annars bjartviðri. Dregur heldur úr frosti.

Á mánudag og þriðjudag:
Áfram hægar austlægar áttir með éljum á víð og dreif, einkum þó um landið vestanvert. Frost 0 til 6 stig, en sums staðar frostlaust við SV-ströndina.

Á miðvikudag:
Vaxandi austanátt með slyddu eða snjókomu syðst á landinu og hlýnandi veðri. Líklega rigning S- og V-til undir kvöld.

Á fimmtudag:
Útlit fyrir milda suðaustlæga átt með dálítilli úrkomu um landið sunnanvert.

mbl.is