Katrín leitar að bóluefni

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur tekið öflun og dreifingu bóluefnis inn á sitt borð og varði gærdeginum í fundahöld og símtöl í von um að tryggja Íslendingum nægt og tímanlegt bóluefni.

Forsætisráðuneytið hefur varist allra frétta, en heimildir Morgunblaðsins herma að Katrín hafi í gær meðal annars átt fjarfund með Angelu Hwang, framkvæmdastjóra hjá lyfjarisanum Pfizer, í þessu skyni. Fyrirhugaðir eru frekari fundir, m.a. með stjórnendum Moderna.

Í gærmorgun átti Katrín jafnframt símafund með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB), sem fullvissaði forsætisráðherra um að fyrstu bóluefnisskammtar Íslands bærust í tæka tíð í samræmi við samninga. Síðar um daginn veitti Lyfjastofnun Evrópu leyfi fyrir bóluefni Pfizer. Í gærkvöldi tilkynnti Lyfjastofnun Íslands svo að hún hefði veitt bóluefninu skilyrt markaðsleyfi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »