Hefði átt að yfirgefa listasafnið strax

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur beðist afsökunar á því að hafa verið í samkvæminu í Ásmundarsal í gærkvöldi. Þetta kemur fram á facebooksíðu hans.

Hann segir þau hjónin hafa kastað kveðju á vinahjón sem voru þar stödd. „Þegar við komum inn og upp í salinn í gærkvöldi hefði mér átt að verða ljóst að þar voru fleiri en reglur gera ráð fyrir,“ skrifar hann og bætir við að rétt hafi verið af lögreglunni að leysa samkomuna upp.

„Ég hafði verið í húsinu í um fimmtán mínútur og á þeim tíma fjölgaði gestunum. Rétt viðbrögð hefðu verið að yfirgefa listasafnið strax þegar ég áttaði mig á að fjöldinn rúmaðist ekki innan takmarkana. Það gerði ég ekki og ég biðst innilega afsökunar á þeim mistökum,“ skrifar ráðherrann.mbl.is

Bloggað um fréttina