Efst á blaði að skapa atvinnu

Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sigurður Ingi Jóhannsson. mbl.is/Árni Sæberg

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir í áramótagrein í Morgunblaðinu í dag, að næstu mánuði og ár verði það verkefni stjórnmálanna að vinna úr þeim áföllum sem gengu yfir landsmenn  árið 2020. Þar sé efst á blaði að skapa atvinnu til að standa undir frekari lífsgæðasókn fyrir Ísland.

„Með vorinu mun aftur færast líf í ferðaþjónustu á Íslandi. Náttúran og menningin verða áfram mikið aðdráttarafl fyrir erlenda gesti og þeir innviðir sem byggðir hafa verið upp bíða þess að komast aftur í fulla notkun. Síðast en ekki síst bíður fólk með mikla þekkingu og orku eftir því að nýta hæfileika sína í ferðaþjónustunni. Atvinnugreinar eins og fiskeldi, kvikmyndagerð og skapandi greinar hafa gríðarleg tækifæri til að stækka og byggja undir lífsgæði framtíðarinnar í góðu samspili við sjávarútveg og landbúnað. Framtíðin er björt ef okkur tekst að nýta þau tækifæri sem okkur bjóðast," segir Sigurður Ingi í greininni. 

„Já, viðspyrnan er handan við hornið, nú þegar sól hækkar á lofti og bólusetningar eru hafnar. Ríkið hefur ráðist í viðamiklar framkvæmdir, ekki síst á sviði samgangna og nýsköpunar. Samgöngur eru lífæð landsins, stór þáttur í lífsgæðum fólks og styrkir byggðir og samfélög. Nýsköpun á öllum sviðum, hvort sem það eru stafrænar lausnir í stjórnsýslu eða stuðningur við frjóa sprota í atvinnulífinu. “

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert