Margir gætu bæst í 100 ára klúbbinn 2021

Dóra Ólafsdóttir, elsti núlifandi Íslendingurinn, 108 ára, var bólusett gegn …
Dóra Ólafsdóttir, elsti núlifandi Íslendingurinn, 108 ára, var bólusett gegn kórónuveirunni í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í júlí á þessu ári voru í fyrsta sinn á lífi 60 Íslendingar hundrað ára og eldri. Nú í árslok er fjöldinn kominn niður í 46, karlarnir eru 7 og konurnar eru 39. Þetta kemur fram á fésbókarsíðu um langlífi, sem Jónas Ragnarsson ritstjóri hefur umsjón með.

Á næsta ári geta 29 bæst við, fæddir 1921. Síðan koma mjög sterkir árgangar, fæddir frá 1922 til 1925, og þá munu tölurnar fara hækkandi á ný. Hagstofan hefur spáð því að árið 2026 verði hundrað ára og eldri orðnir um 100, segir Jónas.

Sérstaka athygli veki að nú séu rúmlega sextíu á lífi fæddir 1922 og eru því 98 ára. Síðustu ár hefur sambærilegur fjöldi verið um fjörutíu. Karlar eru um 40% af þessum hópi en hafa áður verið 20-30%, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »