Ræða þarf grundvallaratriði stjórnmálanna

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Til að takast á við framtíðina þarf að ræða grundvallaratriði stjórnmálanna á nýjan leik,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í áramótagrein í Morgunblaðinu í dag. „Leita lausna og framkvæma. Sú vinna má ekki byggjast á umbúðum og tómum frösum. Hún þarf að byggjast á staðreyndum, innihaldi og framtakssemi.“

Sigmundur Davíð segir í greininni, að efnahagur Íslands og annarra landa sé verulega laskaður af völdum faraldursins. „Sem betur fer vorum við Íslendingar komnir í óvenju sterka stöðu til að takast á við mestu efnahagslegu niðursveiflu í 100 ár. En sú staða varð ekki til af sjálfu sér. Hún var afleiðing pólitískra ákvarðana sem ekkert ríki hafði ráðist í áður en byggðust á staðreyndum, gagnrýnni og lausnamiðaðri hugsun, framtakssemi, fullveldishugsjóninni og öðrum þeim gildum sem reynst hafa vel. Nú bíða mörg stór verkefni og þau þarf að nálgast á sama hátt. Það þarf að endurreisa efnahag landsins, greiða niður skuldir og aðstoða þá sem hafa orðið fyrir tjóni af völdum faraldursins."

Þá segir Sigmundur Davíð, að nú við áramót ættum við að sammælast um að standa með íbúum Seyðisfjarðar með því að útvega það fjármagn sem þarf til að verja samfélagið, aðstoða fólk sem varð fyrir tjóni og endurbyggja þau miklu menningarverðmæti sem hafa skemmst eða glatast.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »