Einn greinst með bráðsmitandi afbrigðið

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ljósmynd/Lögreglan

Alls hafa 17 greinst hér á landi með bráðsmitandi afbrigði Covid-19 sem fyrst var greint í Bretlandi. 16 þeirra greindust á landamærum og því hefur einn greinst innanlands með afbrigðið.

Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis í Bítinu á Bylgjunni.

Hann segir að sá sem greindist innanlands sé nátengdur aðila sem reyndist smitaður af afbrigðinu við landamæraskimun.

Þórólfur vonast til þess að afbrigðið, sem talið er um 70% meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar, komist ekki meira inn í samfélagið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert