Námið himnasending

Jón Steinar Brynjarsson, Aðalbjörg Valdimarsdóttir og Sara Líf Fells Elíasdóttir …
Jón Steinar Brynjarsson, Aðalbjörg Valdimarsdóttir og Sara Líf Fells Elíasdóttir með viðurkenningar sínar.

Tveir verslunarstjórar og einn verslunarmaður Samkaupa brautskráðust úr fagnámi verslunar og þjónustu í Verzlunarskóla Íslands skömmu fyrir jól og urðu þar með fyrstir til þess að ljúka þessum áfanga.

„Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri,“ segir Jón Steinar Brynjarsson, verslunarstjóri í Nettó Búðakór í Kópavogi. Hann lauk jafnframt stúdentsprófi, en Aðalbjörg Valdimarsdóttir, verslunarmaður Kjörbúðarinnar á Blönduósi, og Sara Líf Fells Elíasdóttir, verslunarstjóri Iceland Arnarbakka í Reykjavík, brautskráðust með honum úr fagnáminu.

Námið er 90 einingar og fer fram í lotum. Það hófst í janúar í fyrra og má rekja til þess að fulltrúar frá VR og SVÞ leituðu til Verzlunarskólans og þróunarhópur var myndaður með fulltrúum Samkaupa, Húsasmiðjunnar og Lyfju. Þremenningarnir riðu á vaðið en um 20 nemendur eru í náminu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert