Hálkan sökudólgurinn

Vélin sem rann út af akbrautinni er á vegum Bláfugls.
Vélin sem rann út af akbrautinni er á vegum Bláfugls. Ljósmynd/Gunnar Flóvenz

Staðfest ástæða þess að flutningaflugvél rann út af akbraut á Keflavíkurflugvelli í morgun er hálka. Þetta segir Þorkell Ágústsson, rannsóknarstjóri flugsviðs hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. 

Vélin var frá Bláfugli og rann út af akbrautinni á tíunda tímanum í morgun. Tveir flugmenn voru um borð en þeir slösuðust ekki. 

Rannsakendur á vegum rannsóknarnefndar samgönguslysa hafa verið á vettvangi í allan dag og unnið í málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert