Byggingarleyfi fellt úr gildi

Skólavörðustígur 36 var jafnaður við jörðu.
Skólavörðustígur 36 var jafnaður við jörðu. Eggert Jóhannesson

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 20. október 2020 um að veita leyfi til að byggja þriggja hæða staðsteypt hús með verslunarhúsnæði á jarðhæð og einni íbúð á annarri og þriðju hæð á Skólavörðustíg 36.

Einnig hafnaði úrskurðarnefndin kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík sama dag um að samþykkja leyfi fyrir niðurrifi húss á fyrrgreindri lóð en húsið hafði þá þegar verið rifið.

Eigandi Skólavörðustígs 30, sem er við hlið lóðarinnar númer 36, kærði ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík um að leyfa niðurrif hússins og að leyfa byggingu framangreinds húss á lóðinni. Hann krafðist þess að byggingarleyfið yrði fellt úr gildi og framkvæmdir stöðvaðar meðan málið væri til meðferðar hjá úrskurðarnefndinni. Nefndin taldi málið nægilega upplýst til að hægt væri að taka það til endanlegs úrskurðar og var því ekki tekin afstaða til stöðvunarkröfunnar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert