Fjórir hafa sótt um tekjufallsstyrk

Opnað var fyrir tekjufallsstyrki á vef ríkisskattstjóra á föstudag og höfðu þegar í gær fjórir aðilar sótt um styrk, að sögn Snorra Olsen ríkisskattstjóra.

Tugir hafa opnað umsóknir en safna þarf fullnægjandi gögnum til þess að hægt sé að sækja um styrkinn, þar sem ströng skilyrði eru sett.

Nokkurt álag hefur verið hjá ríkisskattstjóra vegna úrræðanna, sem koma til vegna takmarkana af völdum faraldursins, en þegar umsókn hefur verið fyllt út má búast við að afgreiðsla hennar taki fjóra til fimm daga, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert