Tæplega 93 þúsund stafræn ökuskírteini

mbl.is/Kristinn Magnússon

Tæplega 93 þúsund stafræn ökuskírteini eru komin í umferð hér á landi. Reglugerð sem heimilar stafræn ökuskírteini var samþykkt síðasta sumar. 

Í tilkynningu frá Stafrænu Íslandi kemur einnig fram að 192.334 ferðagjafir stjórnvalda hafi verið sóttar, en ferðagjöfin hefur verið framlengd til 31. maí þessa árs. Hafa nú verið sóttar 961 milljónir króna af þeim 1,5 milljörðum sem gert var ráð fyrir til ferðagjafar í fjáraukalögum síðasta árs. 

Alls hafa tæplega 1.300 umsóknir um stuðningslán borist stjórnvöldum, samtals upp á 10,7 milljarða króna, en heimild til stuðningslána hefur einnig verið framlengd til 31. maí. 

Í lok árs var hlutfall rafrænna sakavottorða komið í 68% og hlutfall búsforræðisvottorða komið í 37,8%. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert