Tekist á í ellefu WOW air-málum á morgun

Skúla Mogensen, fyrrverandi eiganda WOW air, er stefnt í aðildarsamlagi …
Skúla Mogensen, fyrrverandi eiganda WOW air, er stefnt í aðildarsamlagi í ellefu málum sem tekist verður á um á morgun í héraðsdómi. mbl.is/RAX

Á morgun verður þétta dagskrá í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar kemur að málefnum flugfélagsins fyrrverandi WOW air, en á dagskrá verður munnlegur málflutningur í samtals 11 málum frá klukkan 9.30 til 16.00.

Um er að ræða frávísunarkröfu vegna riftunarmála sem þrotabúið höfðaði gegn fjölda erlendra aðila, ríkissjóði og einu innlendu félagi í aðildarsamlagi með Skúla Mogensen, stofnanda, stjórnanda og fyrrverandi eiganda félagsins.

Yrði að höfða fyrir erlendum dómstólum

Með aðildarsamlaginu er skeytt saman riftunarkröfunni gagnvart erlendu félögunum, ríkinu og innlenda félaginu og skaðabótakröfu gagnvart Skúla til greiðslu sömu kröfu. Með því getur stefnandi valið varnarþing, sem í þessu tilfelli er Héraðsdómur Reykjavíkur. Þeir stefndu telja skilyrði fyrir aðildarsamlagi hins vegar ekki uppfyllt og vilja því láta vísa málinu frá, en þá yrði þrotabúið væntanlega að höfða í flestum tilfellum riftunarmálin fyrir erlendum dómstólum.

Um er að ræða erlendu aðilana TMF Deutschland AG, Jin Shan, Saint Lawrence Aviation Leasing Ltd., Eurocontrol, Air Lease Corporation, Acolon/CIT Aerospace Int., HM Revenue and Customs, Greater Toranto Airports Authority, RRPF Engine Leasing Ltd., auk ríkissjóðs Íslands og Títan fjárfestingarfélags Skúla sem skráð er hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert